
Thursday Sep 19, 2024
05: Kjartan Sigurðsson lektor við HA og nýsköpunar- og frumkvöðlagúru
Kjartan er hafsjór af reynslu og fróðleik og ræðir og fræðir okkur um allskonar hluti á sviði nýsköpunar og frumkvöðlamennsku, þ.á.m. félagslega nýsköpun (e. Social innovation) og hvað einkennir afburða frumkvöðla. Í tengslum við samskipti og nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undirstrikar hann meðal annars mikilvægi þess að stjórnendur tali við starfsfólkið sitt. Einnig er komið inná fortíð Kjartans sem er margþætt en hefur nýst honum vel í leik og starfi. Hann hefur starfað fyrir mörg fyrirtæki sem og kennt og starfað við fleiri háskóla, þ.á.m. Háskólann í Reykjavík og University of Twente í Hollandi. Einnig segir Kjartan okkur frá samstarfinu við Drift EA, sem er sjálfstætt og óhagnaðardrifið félag um nýsköpun og frumkvöðlastarf sem nýlega varð að veruleika.