
Tuesday Nov 26, 2024
06: Alþingiskosningar 2024 - Grétar Þór Eyþórsson
Gestur Sigurðar í þættinum er Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Grétar Þór hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi, fræðimaður og kennari. Hann er t.d. fyrrum forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og hefur sinnt stjórnmálaskýringum í fjölmiðlum í áraraðir.
Farið er yfir alþingiskosningarnar framundan og sérstaklega út frá forystu og hvernig forystan birtist með ólíkum hætti hjá flokkum og frambjóðendum. Einnig er komið inná samskipti og kynningar í tengslum við kosningarnar. Að lokum er aðeins farið yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og m.a. rætt hvers vegna Trump hafi sigrað.