Tuesday Mar 04, 2025

08: Gervigreind - Auðbjörg Björnsdóttir og Magnús Smári Smárason

Forysta og samskipti: Hvað er gervigreind og hvers vegna þurfum við að tileinka okkur hana? - Gervigreindin mælir með að þú missir ekki af þessum þætti…

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Forysta og samskipti er kominn í loftið en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) og stjórnenda- og forystuþjálfari. Gestir Sigurðar í þættinum eru Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA, og Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við HA og einn fremsti sérfræðingur landsins í gervigreind. Í þættinum er farið út um víðan völl gervigreindar en sérstakur fókus er á notkun hennar og hvernig hún getur nýst stjórnendum og forystufólki. Komið er inn á þætti er varða mannleg samskipti, tilfinningagreind, siðferði og hvernig gervigreind getur hjálpað við að taka betri ákvarðanir. Einnig er innleiðing gervigreindar rædd og hvernig hún getur gagnast til að bæta samskipti á vinnustöðum.

Komið er inn á alls konar pælingar, eins og stafræna föstu, hreinskilni gervigreindar, sem og hver framtíðarþróunin verður. Ef þú hefur áhuga á gervigreind þá mælir gervigreindin með að þú missir ekki af þessum þætti!

Copyright 2023 All rights reserved.

Version: 20241125